top of page

1. kafli – Heimur efnafræðinnar

Í þessari lotu lærir þú:

  • að þekkja og gera grein fyrir flokkun efna í hrein efni og efnablöndur og skiptingu hreinna efna í frumefni og efnasambönd

  • að efnasambönd eru samsett úr frumefnum í ákveðnum hlutföllum

  • að flest það sem þú sérð og kemur við í umhverfinu eru efnablöndur 

  • að sérhvert frumefni á tákn sem er annaðhvort stór stafur eða stór og lítill stafur.

2. kafli – Frumeindir og sameindir

Í þessari lotu lærir þú:

  • um frumeindakenningu Daltons

  • að þekkja muninn á frumefni, efnasambandi og efnablöndu

  • um hamskipti efna -fastan, fljótandi og gasham

  • um byggingu frumeinda; að þær séu samsettar úr plúshlöðnum kjarna og mínushlöðnum rafeindum á sveimi um kjarnann

  • að kjarni er samsettur úr róteindum og nifteindum

  • að þekkja hugtakið öreind

  • hvað ryð er

  • hvað jónir eru og hvernig þær verða til

  • hvað eingildar, tvígildar og þrígildar jónir eru

 

3. kafli – Lotukerfið

Í þessari lotu lærir þú:

  • að vita hvað er átt við með orðinu lotukerfi og hvernig frumefnum er raðað niður í þessu kerfi

  • hvað lota og flokkur merkir

  • heiti flokkanna í lotukerfinu

  • hvar í lotukerfinu er hægt að finna málma og málmleysingja

  • að þekkja muninn á málmum og málmleysingjum

  • að þekkja sérstöðu vetnis

  • hvað lífrænt efni er.

4. kafli - Efnabreytingar

Í þessari lotu lærir þú:

  • að skilja hvað átt er við með að massi efna varðveit­ist við efna­breyt­ing­ar

  • að gera grein­ar­mun á ham­skipt­um, leys­ing­um og efna­hvörf­um

  • að útskýra hvað orð­in leys­ing, leys­ir og leysni merkja

  • að geta gert grein fyr­ir áhrif­um hita á leysni fastra efna og loft­teg­unda í vatni

  • að skilja mun­inn á mett­aðri og ómett­aðri lausn

  • að efni hvarfast í ákveðn­um hlut­föll­um

  • að stilla ein­fald­ar efna­jöfn­ur

  • mun­inn á út­verm­um og inn­verm­um efna­hvörf­um

  • muninn á sýru og basa

  • hvað sýru­stig og pH-kvarði fela í sér

  • um hugtakið súrt regn

Náttúrufræði
Aðrir miðlar:

Hér eru tenglar inná aðra miðla

- Í vinnslu

Annað gagnlegt

 

Heimasíða Hlíðaskóla

Þessarri síðu er haldið úti af Helgu Snæbjörnsdóttur náttúrufræðikennara í Hlíðaskóla.

Ef þið viljið hafa samband þá eru hér upplýsingar:

Hlíðaskóli sími: 5525080
Tölvupóstur: helga.snaebjornsdottir@reykjavik.is

  • s-facebook
  • Twitter Metallic
  • YouTube Social  Icon
bottom of page